olíuúði

 
Olíuúði - heilsusamlegt loft 
Framleiðsla þar sem unnið er við skurð á málmi td í rennibekkjum notar vökva til kælingar. Frá kælivökvanum myndast úði sem berst út í andrúmsloftið og  þaðan í lungu og vit manna. Úðinn inniheldur olíur og málmagnir
og flísar auk annarra íblöndunarefna og baktería. Þegar kælivökvinn hitnar getur hann brunnið, brotnað niður og myndað gastegundir og sjáanlegan reyk, sem blandast loftinu á vinnustaðnum. Mengun að þessu tagi er hættuleg heilsu manna og reynt er að draga úr henni með búnaði sem grípur loft frá slíkum framleiðsluferlum
og hreinsar það. 

 


Látum okkur vera annt um loftið sem við öndum að okkur.          
RJ Verkfræðingar selja búnað og mælitæki sem tryggja hreint og heilsusamlegt loft.

Síubúnaður f. olíuúða (oilmist)


Oliuúðafilterar spanna allt frá filterum á einstakar vélar til filtereininga á stærri útsogskerfi. Slíkur búnaður er hannaður  fyrir vélar á verkstæðum sem framkalla olíuúða. Búnaður er byggður upp af einingum (moduls) sem  unnt er að fjölga til að auka afköst eða breyta uppsetningu þegar nýjar vélar eru teknar í notkun eða breytingar eru gerðar á eldri búnaði.

 

  
   

 

 

MISTELIMINATOR

Oliufiltereining sem hreinsar oliuúða vegna CNC véla  úr lofti 


 


 

  
   

 

 

MISTWiZARD

Oliufiltereining sem hreinsar oliuúða úr loft og tengist einni eða fleiri vélum.